ÞAÐ HEFUR ALDREI FARIÐ ÞÉR VEL AÐ VERA HAMINGJUSÖM

100x100 cm, olía og akrýl á striga.
Sýnt í Norræna húsinu, desember 2019 á sýningunni Af Stað!

Það hefur aldrei farið þér vel að vera hamingjusöm. Og jákvæðni er eitthvað sem þú kannt ekki að fara með. Þú ert ófrýnileg þegar þú brosir og asnaleg þegar þú hlærð.

Allir gallarnir þínir eru það eina sem gerir þig áhugaverða. Neikvæðnin. Og vantraustið. Viðkvæmnin og árátturnar. Þú stendur þig best þegar þú einangrar þig, því þú ert besta útgáfan af sjálfri þér þegar þú ert einmana. Innri friður er eitthvað sem kemur þér ekkert við. Ekki frekar en bjartsýni. Þú þarft að þekkja styrkleika þína. Átta þig á því hver þú ert.

Þú ert litla leiða sjálfsvorkunnardísin mín. Þú ert best í því. Ef þeir veittu verðlaun fyrir það fengir þú að minnsta kosti annað sæti.

Previous
Previous

ANDLEG FÝLA

Next
Next

LÍTIL TUSSA