ÉG GET ALLTAF KLIPPT MIG ÚT

110x120 cm, olía á striga.

Sýnt á Plan-B listahátíð, ágúst 2020 á sýningunni Hvað nú?

Hvað nú?

Við gætum kastað upp á það. Bara ekki láta mig ákveða. Ef ég ákveð ekki þá getur það ekki verið mér að kenna. Þetta var alheimurinn, örlögin, þetta átti að gerast svona.

Við gætum farið í Úllen, dollen, doff. Kannski Ugla sat á kvisti. Eða Skæri, blað, steinn. Eina vandamálið við Skæri, blað, steinn er reyndar augljóst. Engin lögmál sammælast um að blað geti unnið stein. Og ef út í það er farið ætti steinn ekkert endilega að vinna skæri, ef steinninn er á stærð við krepptan hnefa eins og gefið er til kynna. Skærin geta á sama hátt kannski ekki unnið hann með að klippa hann í sundur en ef þau eru metin út frá hversu skaðleg þau eru þá hafa skærin augljóslega yfirhöndina. Skæri eru líka besta tólið ef við erum að tala um að leysa vandamál. Pappír gæti reyndar leyst flest ef hann væri í seðlaformi, en það hefur ekki verið tekið fram. Steinar gera lítið gagn nema vandamálið sé rúða sem þarf að komast inn um eða tómur trúlofunarhringur. Nei, best er að klippa öll óþægindi í burtu í staðin fyrir að vesenast við að leysa úr þeim. Klippt, skorið, afgreitt, leyst.

Previous
Previous

STJÖRNUHRAP

Next
Next

DRAUGUR Í DÓS