SNÚRUR Í GRASINU

Draugur á svölunum, 150x200 cm
Draugur í póstinum, 25x50 cm
Draugur í símanum, 60x60 cm

Olía og akrýl á striga.

Sýnt á Kjarvalsstöðum, maí 2019 á útskriftarsýningu Listaháskóla Íslands: Þetta hefur aldrei sést áður.


Snúrur. Snúrur sem tengja, snúrur sem flækja, ætar snúrur, snúrur sem hægt er að setja allan sinn þunga á. Seigar snúrur, mjúkar snúrur, snúrur úr lakkrís og snúrur úr holdi. Snúrur sem bráðna í munni og snúrur sem bragðast eins og klór. Snúrur sem vefjast um snúrulega útlimi, snúrur sem bera hringa, snúrur sem kalla á Appelsín. Þurrar snúrur, blautar snúrur, vatnsheldar snúrur. Snúrur sem hægt er að þræða í gegnum reimakósa og nafla. Snúrur sem hlykkjast, tættar snúrur og máttlausar snúrur. Snúrur sem langar í Nike skó. Stafrænar snúrur, tvívíðar snúrur, málaðar snúrur.
Þráðlausar snúrur.

Previous
Previous

VILTU HÆTTA ÞESSU SUÐI